sólstjarna

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sólstjarna“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sólstjarna sólstjarnan sólstjörnur sólstjörnurnar
Þolfall sólstjörnu sólstjörnuna sólstjörnur sólstjörnurnar
Þágufall sólstjörnu sólstjörnunni sólstjörnum sólstjörnunum
Eignarfall sólstjörnu sólstjörnunnar sólstjarna sólstjarnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
Sjöstirnið í Nautinu

Nafnorð

sólstjarna (kvenkyn); veik beyging

[1] Stjörnufræði: Sólstjarna (eða stjarna), er risastór rafgashnöttur, sem verður glóandi vegna kjarnasamruna í iðrum stjörnunnar. Flestar stjörnur hafa fylgihnetti, sem ganga á sporbaugum umhverfis stjörnuna.
Orðsifjafræði
sól og stjarna
Yfirheiti
[1] stjarna
Samheiti
[1] fastastjarna, stjarna
Andheiti
[1] pláneta, reikistjarna
Sjá einnig, samanber
stjarneðlisfræði
stjarnfræði, stjarnfærðilegur
Dæmi
[1] Talið er að alheimurinn hafi myndast við miklahvell og byrjað að þenjast út og kólna. Seinna meir hafi rykský þést vegna eigin þyngdarafls og orðið að stjörnum. Sólin er nálægasta sólstjarna við jörðu.

Þýðingar

Tilvísun

Sólstjarna er grein sem finna má á Wikipediu.

Íðorðabankinn457539