geimur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „geimur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall geimur geimurinn geimar geimarnir
Þolfall geim geiminn geima geimana
Þágufall geim / geimi geimnum / geiminum geimum geimunum
Eignarfall geims geimsins geima geimanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

geimur (karlkyn); sterk beyging

[1] stórt rými
[2] himingeimur
[3] skáldamál: haf, sjór
Framburður
IPA: ˈɟɛiːmʏr̥, IPA: ˈɟɛiːmør̥, Fleirtala IPA: ˈɟɛiːmar̥
Samheiti
[3] geimi
Andheiti
[1] herbergi
Yfirheiti
[2] alheimur
Orðtök, orðasambönd
um alla heima og geima
Afleiddar merkingar
[1] fjallageimur, öræfageimur
[2] geimfar (geimskip), geimferja, geimflaug, geimskutla
[2] geimbreidd, geimbylgja, geimdjúp / geimvídd, geimefnafræði, geimefni, geimfari (geimkönnuður), geimferð, geimferðafræði, geimferðalíffræði, geimfræði (geimvísindi), geimfyrirbæri, geimganga, geimgeislar, geimgeislaskúr, geimgeisli, geimgeislun, geimgrýti, geimkanni, geimhnit, geimhöfn, geimhraði, geimhreyfing, geimkliður, geimkönnun (geimrannsóknir), geimlengd, geimlíffræði, geimlæknisfræði, geimryk, geimsiglingafræði, geimsjónaukastofnun, geimsjónauki, geimsteinn, geimstöð, geimsuð, geimveiki, geimvera, geimvísindamaður/ geimvísindakona, geimþoka, geimögn, geimöld
Sjá einnig, samanber
lofttóm
Dæmi
[1] „Sá hluti hússins, sem ætlaður var til bústaðar verzlunarstjóranum, var allstór geimur.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Leysing, eftir Jón Trausta)
[2] „Ferðir um geiminn eru ekki aðeins dýrar heldur einnig afar tímafrekar.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvar er jörðin?)

Þýðingar

Tilvísun

Geimur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „geimur