Fara í innihald

úlfur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Sjá einnig: Úlfur

Íslenska


Fallbeyging orðsins „úlfur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall úlfur úlfurinn úlfar úlfarnir
Þolfall úlf úlfinn úlfa úlfana
Þágufall úlfi úlfinum úlfum úlfunum
Eignarfall úlfs úlfsins úlfa úlfanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Úlfur
[2] Parhelion
[3] Úlfurinn

Nafnorð

úlfur (karlkyn); sterk beyging

[1] spendýr (rándýr) af hundaættkvísl (fræðiheiti: Canis lupus)
[2] aukasól, hjásól á eftir sólu (fræðiheiti: parhelion)
[3] Úlfurinn: stjörnumerki Lupus
Orðsifjafræði
indóevrópsk mál
Framburður
IPA: [ul.vʏr]
Andheiti
[2] gíll
Yfirheiti
[1] dýr
[2] aukasól, hjásól
Undirheiti
[1] dingó, evrasíu-úlfur, freðamýrarúlfur, heimskautaúlfur, hundur, sléttuúlfur
[1] ylfingur
Málshættir
[2] sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni
Orðtök, orðasambönd
[1] úlfur í sauðargæru
[2] vera í úlfakreppu
Afleiddar merkingar
úlfa-
úlfakreppa (að vera í úlfakreppu)
kvöldúlfur (kveldúlfur)
skarúlfur
varúlfur/ verúlfur
sæúlfur
Dæmi
[1] „Tófan, sem var enginn úlfur, ekkert ferlíki, heldur aðeins glorsoltin, grensmogin læða, hafði skriðið út frá hvolpum sínum í greninu þar uppi í Urðarhálsinum og farið að leita sér bjargar.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Á fjörunni, eftir Jón Trausta)
[2] „Samsvarandi ljósblettur sem fer á eftir sól (austan við hana) heitir úlfur(Veður.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Veður.is: Baugar og hjásólir)
[2] „Hann þykir ills viti með veður ef ekki fer einnig á eftir sólu, en sú hjásól er enn kölluð úlfur og er þaðan dreginn talshátturinn“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"?)

Þýðingar

Tilvísun

Úlfur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „úlfur
Íðorðabankinn500720

Margmiðlunarefni tengt „Canis lupus“ er að finna á Wikimedia Commons.
Margmiðlunarefni tengt „Parhelion“ er að finna á Wikimedia Commons.