fjörður

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fjörður“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fjörður fjörðurinn firðir firðirnir
Þolfall fjörð fjörðinn firði firðina
Þágufall firði firðinum fjörðum fjörðunum
Eignarfall fjarðar fjarðarins fjarða fjarðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

fjörður (karlkyn); sterk beyging

[1] Fjörður er lítið hafsvæði við strönd meginlands þar sem ströndin er á þrjár hliðar. Ef ströndin er aðeins á tvær hliðar heitir það vík eða vogur/bugt eða sund. Þar sem norræna orðið hefur verið tekið upp í erlendum málum merkir það aðeins langan, mjóan og djúpan fjörð umlukinn bröttum fjallshlíðum sem jökull hefur sorfið niður.
Orðsifjafræði
norræna fjörðr
Sjá einnig, samanber
flói, sund, vík, vogur

Þýðingar

Tilvísun

Fjörður er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „fjörður

Íðorðabankinn444452