Fara í innihald

tölvupóstur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „tölvupóstur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall tölvupóstur tölvupósturinn tölvupóstar tölvupóstarnir
Þolfall tölvupóst tölvupóstinn tölvupósta tölvupóstana
Þágufall tölvupósti tölvupóstinum tölvupóstum tölvupóstunum
Eignarfall tölvupósts tölvupóstsins tölvupósta tölvupóstanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

tölvupóstur (karlkyn); sterk beyging

[1] Tölvupóstur eða rafpóstur er rafrænn samskiptamáti sem notast við Internetið. Hann gerir mögulegt að senda stafræn skeyti, með aðstoð SMTP samskiptastaðalsins, á milli manna sem hafa gild netföng. Mörg netfyrirtæki sjá hag sinn í því að bjóða upp á ókeypis netföng.
Orðsifjafræði
tölvu- og póstur
Samheiti
[1] rafpóstur
Andheiti
[1] sniglapóstur
Yfirheiti
[1] boðskipti
Undirheiti
[1] ruslrafpóstur
Orðtök, orðasambönd
[1] senda tölvupóst

Þýðingar

Tilvísun

Tölvupóstur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „tölvupóstur