Fara í innihald

tár

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 3. ágúst 2020.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „tár“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall tár tárið tár tárin
Þolfall tár tárið tár tárin
Þágufall tári tárinu tárum tárunum
Eignarfall társ társins tára táranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Lítill strákur flóandi í tárum

Nafnorð

tár (hvorugkyn); sterk beyging

[1] vökvi augnanna gefinn frá sér þegar einhver er að gráta
[2] drykkur
Samheiti
[2] lögg, sopi
Sjá einnig, samanber
[1] flóa í tárum
[1] þerra tár af augum
tárablóm, táradalur, táragas, táralaus, tárast/ tárfella, társtokkinn, tárvökna
[1] einhverjum falla tár
Dæmi
[1] „Við og við komu þá tár fram í augu hennar.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Tvær systur, eftir Jón Trausta)
[1] „Yfir þessu græt ég, augu mín fljóta í tárum.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Harmljóðin)
[1] „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Opinberun Jóhannesar 21:4)
[2] Ég á ekki tár.

Þýðingar

Tilvísun

Tár er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „tár
Íðorðabankinn368761