Fara í innihald

blóm

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „blóm“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall blóm blómið blóm blómin
Þolfall blóm blómið blóm blómin
Þágufall blómi blóminu blómum blómunum
Eignarfall blóms blómsins blóma blómanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

blóm (hvorugkyn); sterk beyging

[1] líffræði/ grasafræði: Blóm eru æxlunarfæri dulfrævinga (blómstrandi jurta). Í blóminu verða til fræ við frjóvgun plöntunnar, þegar frjókorn sest á eggbú plöntunnar.
[2] blómi
Framburður
IPA: [blouːm]
Afleiddar merkingar
blómálfur, blómabúð, blómilmur, blómapottur, blómaskeið, blómavasi, blómgast, blómkál, blómlegur, blómstra, blómveigur, blómvöndur, sumarblóm
Sjá einnig, samanber
blað, frjókorn, hunangslögur (blómsykur), krónublað, stöngull, rót
Dæmi
[1] „Hún fann, að hún var blómálfur, sem gat búið hjá því blóminu, sem best þótti og fríðast.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Skáldsögur. Halla, eftir Jón Trausta)

Þýðingar

Tilvísun

Blóm er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „blóm
Íðorðabankinn496299