Fara í innihald

bólstraberg

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „bólstraberg“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall bólstraberg bólstrabergið bólstraberg bólstrabergin
Þolfall bólstraberg bólstrabergið bólstraberg bólstrabergin
Þágufall bólstrabergi bólstraberginu bólstrabergum bólstrabergunum
Eignarfall bólstrabergs bólstrabergsins bólstraberga bólstraberganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
Bólstraberg við Hawaii í Kyrrahafinu

Nafnorð

bólstraberg (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Bólstraberg er hraun sem myndast við gos djúpt undir vatni þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Þegar kvika kemur upp á yfirborðið springur hún ekki vegna þrýstingsins en yfirborðið snöggstorknar og þunn svört glerhúð myndast á hrauninu. Kvikan myndar þá nokkurs konar bolta eða „kodda“, nánast kúlulaga, til að lágmarka yfirborð kvikunnar og um leið verður lágmarkskæling í kvikunni. Við kólnun hraunsins myndast stuðlar í bólstrunum og liggja þeir þvert á kólnunarflötinn, frá miðjunni út í yfirborðið.
Yfirheiti
[1] hraun
Sjá einnig, samanber
[1] apalhraun, helluhraun
Dæmi
[1] Bólstraberg getur myndast í neðansjávargosi, í gosi í stöðuvatni eða í gosi undir jökli.

Þýðingar

Tilvísun

Bólstraberg er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „bólstraberg