bólstraberg
Útlit
Íslenska
Nafnorð
bólstraberg (hvorugkyn); sterk beyging
- [1] Bólstraberg er hraun sem myndast við gos djúpt undir vatni þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði. Þegar kvika kemur upp á yfirborðið springur hún ekki vegna þrýstingsins en yfirborðið snöggstorknar og þunn svört glerhúð myndast á hrauninu. Kvikan myndar þá nokkurs konar bolta eða „kodda“, nánast kúlulaga, til að lágmarka yfirborð kvikunnar og um leið verður lágmarkskæling í kvikunni. Við kólnun hraunsins myndast stuðlar í bólstrunum og liggja þeir þvert á kólnunarflötinn, frá miðjunni út í yfirborðið.
- Yfirheiti
- [1] hraun
- Sjá einnig, samanber
- [1] apalhraun, helluhraun
- Dæmi
- [1] Bólstraberg getur myndast í neðansjávargosi, í gosi í stöðuvatni eða í gosi undir jökli.
Þýðingar
[breyta]
þýðingar
- Tilvísun
„Bólstraberg“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „bólstraberg “