helluhraun

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „helluhraun“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall helluhraun helluhraunið helluhraun helluhraunin
Þolfall helluhraun helluhraunið helluhraun helluhraunin
Þágufall helluhrauni helluhrauninu helluhraunum helluhraununum
Eignarfall helluhrauns helluhraunsins helluhrauna helluhraunanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Helluhraun

Nafnorð

helluhraun (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Helluhraun er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast.
Yfirheiti
[1] hraun
Sjá einnig, samanber
apalhraun
bólstraberg
Dæmi
[1] Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Hallmundarhraun og Eldhraun við Mývatn. Það síðarnefnda rann á árunum 1724 til 1729.

Þýðingar

Tilvísun

Helluhraun er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „helluhraun