þyngd
Útlit
Íslenska
Nafnorð
þyngd (kvenkyn); sterk beyging
- [1] Þyngd hlutar er sá kraftur sem verkar á hlut af völdum þyngdarsviðs. Í daglegu tali eru hugtökin þyngd og massi oft notuð jöfnum höndum þótt í raun sé um tvö aðskilin fyrirbrigði að ræða. Það kemur þó yfirleitt ekki að sök þar sem þyngd hlutar er í réttu hlutfalli við massa hans þegar þyngdarsviðið breytist ekki. Auk þess eru einingar massa oft notaðar þegar rætt er um þyngd í daglegu tali (t.d. kílógrömm), svo þessi ónákvæmni veldur ekki vandkvæðum.
- Sjá einnig, samanber
- Dæmi
- [1] Málið verður hins vegar flóknara þegar þyngdarsviðið breytist. Ef 80 kg geimfari fer til tunglsins er massi hans óbreyttur - 80 kg. Þyngd hans (krafturinn sem tunglið togar í geimfarann með) er hins vegar orðin mun minni, eða sú sama og þyngd 13 kg hlutar hér á jörðinni.
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Þyngd“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „þyngd “