þyngd

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „þyngd“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall þyngd þyngdin þyngdir þyngdirnar
Þolfall þyngd þyngdina þyngdir þyngdirnar
Þágufall þyngd þyngdinni þyngdum þyngdunum
Eignarfall þyngdar þyngdarinnar þyngda þyngdanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

þyngd (kvenkyn); sterk beyging

[1] Þyngd hlutar er sá kraftur sem verkar á hlut af völdum þyngdarsviðs. Í daglegu tali eru hugtökin þyngd og massi oft notuð jöfnum höndum þótt í raun sé um tvö aðskilin fyrirbrigði að ræða. Það kemur þó yfirleitt ekki að sök þar sem þyngd hlutar er í réttu hlutfalli við massa hans þegar þyngdarsviðið breytist ekki. Auk þess eru einingar massa oft notaðar þegar rætt er um þyngd í daglegu tali (t.d. kílógrömm), svo þessi ónákvæmni veldur ekki vandkvæðum.
Sjá einnig, samanber
þyngdarafl, þyngdarlögmál, þyngdarpunktur, þyngja, þyngjast, þyngsli
Dæmi
[1] Málið verður hins vegar flóknara þegar þyngdarsviðið breytist. Ef 80 kg geimfari fer til tunglsins er massi hans óbreyttur - 80 kg. Þyngd hans (krafturinn sem tunglið togar í geimfarann með) er hins vegar orðin mun minni, eða sú sama og þyngd 13 kg hlutar hér á jörðinni.

Þýðingar

Tilvísun

Þyngd er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „þyngd