Fara í innihald

sjálfsfróun

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sjálfsfróun“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sjálfsfróun sjálfsfróunin sjálfsfróunir sjálfsfróunirnar
Þolfall sjálfsfróun sjálfsfróunina sjálfsfróunir sjálfsfróunirnar
Þágufall sjálfsfróun sjálfsfróuninni sjálfsfróunum sjálfsfróununum
Eignarfall sjálfsfróunar sjálfsfróunarinnar sjálfsfróuna sjálfsfróunanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sjálfsfróun (kvenkyn); sterk beyging

[1] Sjálfsfróun er þegar karlmaður eða kona þægja eigin kynhvöt með því að örva eigin kynfæri og endar oftast með fullnægingu. Oftast er um að ræða líkamssnertingu eingöngu, hönd á kynfærum, en einnig nota sumir kynlífsleikföng eða aðra hluti. Sjálfsfróun er algengust í einrúmi en einnig er til gagnkvæm fýsnarfróun. Sjálfsfróun er einnig algeng meðal dýra.
Orðsifjafræði
sjálfs- og fróun
Samheiti
[1] fýsnarfróun, sjálfsþæging
Dæmi
[1] „Sjálfsfróun verður leið til þess að kynnast eigin líkama og getur reynst gagnleg við að mynda gott kynferðislegt samband við annan einstakling síðar meir (Hyde og DeLamater, 2000).“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Er sjálfsfróun hættuleg?)


Tilvísun

Sjálfsfróun er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sjálfsfróun