miðbaugur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Fara í flakk Fara í leit

Íslenska


Fallbeyging orðsins „miðbaugur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall miðbaugur miðbaugurinn miðbaugar miðbaugarnir
Þolfall miðbaug miðbauginn miðbauga miðbaugana
Þágufall miðbaugi miðbauginum/ miðbaugnum miðbaugum miðbaugunum
Eignarfall miðbaugs miðbaugsins miðbauga miðbauganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
Á ferðamannastöðum er skiltum gjarnan komið fyrir til þess að merkja miðbaug.

Nafnorð

miðbaugur (karlkyn); sterk beyging

[1] Miðbaugur er stórbaugur, sem liggur umhverfis reikistjörnu og skiptir henni í tvö jafn stór hvel, norður- og suðurhvel. Miðbaugsplanið er þannig mitt á milli skauta hnattarins og hornrétt á möndulinn.
Orðsifjafræði
mið- og baugur
Samheiti
[1] miðjarðarlína
Andheiti
[1] póll
Dæmi
[1] Breiddargráða miðbaugs er 0°, samkvæmt skilgreiningu. Punktar á miðbaug ferðast hraðar vegna möndulsnúnings en allir aðrir punktar á hnettinum. Oftast er átt við miðbaug jarðar, en ummál jarðar um miðbaug er um 40.070 km.

Þýðingar

Tilvísun

Miðbaugur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „miðbaugur