metri

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „metri“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall metri metrinn metrar metrarnir
Þolfall metra metrann metra metrana
Þágufall metra metranum metrum metrunum
Eignarfall metra metrans metra metranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

metri (karlkyn); veik beyging

[1] Metri er grunneining SI-kerfisins fyrir fjarlægð, táknuð með m. Er skilgreindur út frá ljóshraða og sekúndunni, þ.a. einn metri er sú vegalengd, sem ljósið fer á 1/299.792.458 hluta úr sekúndu. Þessi skilgreining var ákveðin á sautjándu alþjóðaráðstefnunni um mælieiningar árið 1983. Áður hefur metrinn verið skilgreindur á nokkra mismunandi vegu.
Orðsifjafræði
Orðið metri er komið úr grísku, metron (μετρον) í gegnum frönsku, mètre, sem þýðir mál eða mæling.
Afleiddar merkingar
[1] desimetri, sentimetri, millimetri, míkrómetri, nanómetri, píkómetri, femtómetri, attómetri, zeptómetri, yoktómetri
[1] dekametri, hektómetri, kílómetri, megametri, gigametri, terametri, petametri, exametri, zettametri, yottametri

Þýðingar

Tilvísun

Metri er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „metri