Fara í innihald

hjarta

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „hjarta“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall hjarta hjartað hjörtu hjörtun
Þolfall hjarta hjartað hjörtu hjörtun
Þágufall hjarta hjartanu hjörtum hjörtunum
Eignarfall hjarta hjartans hjartna hjartnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

hjarta (hvorugkyn); veik beyging

[1] Líffæri, vöðvi, sem sér um að dæla blóði eftir æðakerfinu.
[1a] myndrænt: um tilfinningu
[2] Tákn, ♥, sem líkist líffærinu hjarta.
[3] (Í spilum) litur, sort eða tegund spila (hjarta, spaði, tígull, lauf). Það eru þrettán af hverri sort, samtals 52 spil.
[4] Einhver sem þér er annt um
[5] Miðja eða kjarni einhvers
Framburður
IPA: [hj̊ar̥.ta], [çar̥.d̥a]
Orðtök, orðasambönd
[1] fá fyrir hjartað
[1a] einhverjum liggur eitthvað á hjarta, einhverjum liggur eitthvað þungt á hjarta
[1a] hafa ekki hjarta til einhvers
[1a] hafa gott hjarta
[1a] hafa hjartað á réttum stað
[1a] hugsa með hjartanu
[1a] létta þungum steini af hjarta einhvers
[1a] vera með hjartað í buxunum
Afleiddar merkingar
[1] hjartsláttur, hjartastopp, hjartastilling
Dæmi
[4] Elsku besta hjartað mitt!
[5] Ég bý í hjarta borgarinnar.

Þýðingar

Tilvísun

Hjarta er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „hjarta



Færeyska


Nafnorð

hjarta (hvorugkyn)

[1] hjarta