Fara í innihald

fljúgandi furðuhlutur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fljúgandi furðuhlutur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fljúgandi furðuhlutur fljúgandi furðuhluturinn fljúgandi furðuhlutir fljúgandi furðuhlutirnir
Þolfall fljúgandi furðuhlut fljúgandi furðuhlutinn fljúgandi furðuhluti fljúgandi furðuhlutina
Þágufall fljúgandi furðuhlut fljúgandi furðuhlutnum fljúgandi furðuhlutum fljúgandi furðuhlutunum
Eignarfall fljúgandi furðuhlutar fljúgandi furðuhlutarins fljúgandi furðuhluta fljúgandi furðuhlutanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Orðtak

Nafnorð

fljúgandi furðuhlutur (karlkyn); sterk beyging

[1] Fljúgandi furðuhlutur (skammst. FFH) eða fljúgandi diskur er óútskýranlegt fyrirbæri, sem sést á sveimi á himninum eða á ratsjá. Fljúgandi furðuhlutir, oft disklaga, koma fyrir í vísindaskáldskap og eru þá yfirleitt farartæki vitsmunavera frá öðrum hnöttum.
Sjá einnig, samanber
fljúgandi
furðuhlutur, furða, hlutur
Dæmi
[1] „Komið hefur í ljós myndband, þar sem fljúgandi furðuhlutur virðist sveima yfir setningarathöfn Obama í Washington, þann 23. janúar síðastliðinn.“ (Mbl.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Mbl.is: Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir setningarathöfn Barack Obama)

Þýðingar

Tilvísun

Fljúgandi furðuhlutur er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn457441