Fara í innihald

erfðamengi

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „erfðamengi“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall erfðamengi erfðamengið erfðamengi erfðamengin
Þolfall erfðamengi erfðamengið erfðamengi erfðamengin
Þágufall erfðamengi erfðamenginu erfðamengjum erfðamengjunum
Eignarfall erfðamengis erfðamengisins erfðamengja erfðamengjanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

erfðamengi (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Erfðamengi er hugtak sem notað er í erfðafræði og lífupplýsingafræði sem safnheiti yfir allt erfðaefni í lífveru, jafnt gen sem önnur svæði kjarnsýranna.
Samheiti
[1] genamengi
Dæmi
[1] Í erfðamenginu eru fólgnar allar arfbærar upplýsingar og því ætti í grundvallaratriðum að vera hægt að endurgera starfhæfa lífveru út frá erfðamenginu, væru allir þroska- og stjórnunarferlar lífverunnar þekktir til fullnustu.

Þýðingar

Tilvísun

Erfðamengi er grein sem finna má á Wikipediu.