elgur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „elgur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall elgur elgurinn elgir elgirnir
Þolfall elg elginn elgi elgina
Þágufall elg elgnum elgjum/ elgum elgjunum/ elgunum
Eignarfall elgs/ elgjar elgsins/ elgjarins elgja/ elga elgjanna/ elganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

elgur (karlkyn); sterk beyging

[1] Elgur (fræðiheiti: Alces alces) er stórt hjartardýr sem lifir í skógum um allt norðurhvelið, frá Noregi til Kanada. Elgurinn er stærsta hjartardýrið og er einkennisdýr í mörgum norðlægum héruðum í Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Bandaríkjunum (Alaska) og Kanada. Þeir lifa einkum á laufi birkis og víðis, smágreinum, könglum og trjáberki en geta ekki bitið gras eða mosa á jörðu niðri vegna þess hve þeir eru hálsstuttir.
Yfirheiti
[1] hjartardýr

Þýðingar

Tilvísun

Elgur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „elgur