eldur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Sjá einnig: Eldur

Íslenska


Fallbeyging orðsins „eldur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall eldur eldurinn eldar eldarnir
Þolfall eld eldinn elda eldana
Þágufall eldi eldinum eldum eldunum
Eignarfall elds eldsins elda eldanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1,2] Eldur

Nafnorð

eldur (karlkyn); sterk beyging

[1] eldur er form brennslu
[2] eldsvoði
[3] fornt: eldstæði
[4] skáldamál: eldur lagar: gull
Orðtök, orðasambönd
breiðast út eins og eldur í sinu
einhverjum fellur allur ketill í eld
glæða eld
skara eld að sinni köku
Afleiddar merkingar
eldhætta, eldiviður, eldhús, eldrauður, eldraun, eldskírn, eldsneyti, eldspýta, eldstó, eldstæði, eldsvoði, eldtraustur, eldtunga
Sjá einnig, samanber
bál, logi

Þýðingar

Tilvísun

Eldur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „eldur



Færeyska


Nafnorð

eldur (karlkyn)

[1] eldur