vínber

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „vínber“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall vínber vínberið vínber vínberin
Þolfall vínber vínberið vínber vínberin
Þágufall vínberi vínberinu vínberjum vínberjunum
Eignarfall vínbers vínbersins vínberja vínberjanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Vínber

Nafnorð

vínber (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Vínber eru ávöxtur vínviðarins sem er ættkvísl klifurjurta af vínviðarætt. Berin vaxa venjulega í klösum sem innihalda sex til 300 ber, og geta verið svört, blá, gyllt, græn, fjólublá og hvít. Þau eru étin hrá eða pressuð í safa, sultuð eða látin gerjast til að búa til vín. Úr fræjunum er unnin olía.
Orðsifjafræði
vín og ber

Þýðingar

Tilvísun

Vínber er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „vínber