steinn

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Sjá einnig: Steinn

Íslenska


Fallbeyging orðsins „steinn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall steinn steinninn steinar steinarnir
Þolfall stein steininn steina steinana
Þágufall steini steininum steinum steinunum
Eignarfall steins steinsins steina steinanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

steinn (karlkyn); sterk beyging

[1] moli bergs
[2] í jarðfræði: steintegund
[3] hörð skorpa (t.d. hlandsteinn)
[4] fangelsi
[5] kjarni sérstakra aldina
Samheiti
[4] fangelsi
Orðtök, orðasambönd
[1] bera höfðinu við steininn
[1] setjast í helgan stein
[1] sofa eins og steinn
[1] stela öllu steini léttara
[1] vera milli steins og sleggju
[1] það léttir af sér þungum steini / steini léttir af hjarta einhvers
[1] þar liggur fiskur undir steini
[1] þegja eins og steinn
[4] sitja í steininum
[4] vera settur í steininn
Afleiddar merkingar
[1] legsteinn
[5] steinaldin

Þýðingar

Tilvísun

Steinn er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „steinn