Fara í innihald

stóuspeki

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „stóuspeki“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall stóuspeki stóuspekin
Þolfall stóuspeki stóuspekina
Þágufall stóuspeki stóuspekinni
Eignarfall stóuspeki stóuspekinnar
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

stóuspeki (kvenkyn); sterk beyging

[1] Stóuspeki er heimspekistefna sem kom fram í Aþenu snemma á hellenska tímabilinu. Upphafsmaður hennar var Zenon frá Kítíon. Stóuspekin er ákaflega kerfisbundið heimspekikerfi. Hún leggur áherslu á sjálfsaga og hluttekningaleysi gagnvart tilfinningum. Henni svipar um margt til heimspeki hundingja en Zenon var varð fyrir áhrifum frá þeirri heimspeki. Náttúruspeki stóumanna einkenndist af efnishyggju og algyðistrú. Mikilvæg stef í siðfræði stóumanna er skynsemishyggja þeirra, dygðahugtakið og hugmynd þeirra um náttúrurétt. Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Stóumenn náðu töluverðum framförum í rökfræði.
Orðsifjafræði
Stóu-, gríska Στοά (salur á Agora í Aþenu) og speki
Samheiti
[1] stóismi
Undirheiti
[1] náttúruspeki, rökfræði, siðfræði
Afleiddar merkingar
[1] stóumaður, stóuspekingur
Dæmi
[1] Stóuspekin varð langlíf heimspeki og náði naut töluverðra vinsælda bæði í Grikklandi og síðar í Rómaveldi. Helstu keppinautar hennar voru epikúrismi og akademísk efahyggja.

Þýðingar

Tilvísun

Stóuspeki er grein sem finna má á Wikipediu.