stóuspeki
Útlit
Íslenska
Fallbeyging orðsins „stóuspeki“ | ||||||
Eintala | Fleirtala | |||||
án greinis | með greini | án greinis | með greini | |||
Nefnifall | stóuspeki | stóuspekin | —
|
—
| ||
Þolfall | stóuspeki | stóuspekina | —
|
—
| ||
Þágufall | stóuspeki | stóuspekinni | —
|
—
| ||
Eignarfall | stóuspeki | stóuspekinnar | —
|
—
| ||
Önnur orð með sömu fallbeygingu |
Nafnorð
stóuspeki (kvenkyn); sterk beyging
- [1] Stóuspeki er heimspekistefna sem kom fram í Aþenu snemma á hellenska tímabilinu. Upphafsmaður hennar var Zenon frá Kítíon. Stóuspekin er ákaflega kerfisbundið heimspekikerfi. Hún leggur áherslu á sjálfsaga og hluttekningaleysi gagnvart tilfinningum. Henni svipar um margt til heimspeki hundingja en Zenon var varð fyrir áhrifum frá þeirri heimspeki. Náttúruspeki stóumanna einkenndist af efnishyggju og algyðistrú. Mikilvæg stef í siðfræði stóumanna er skynsemishyggja þeirra, dygðahugtakið og hugmynd þeirra um náttúrurétt. Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Stóumenn náðu töluverðum framförum í rökfræði.
- Orðsifjafræði
- Samheiti
- [1] stóismi
- Undirheiti
- [1] náttúruspeki, rökfræði, siðfræði
- Afleiddar merkingar
- [1] stóumaður, stóuspekingur
- Dæmi
- [1] Stóuspekin varð langlíf heimspeki og náði naut töluverðra vinsælda bæði í Grikklandi og síðar í Rómaveldi. Helstu keppinautar hennar voru epikúrismi og akademísk efahyggja.
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun