samhljóð

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „samhljóð“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall samhljóð samhljóðið samhljóð samhljóðin
Þolfall samhljóð samhljóðið samhljóð samhljóðin
Þágufall samhljóði samhljóðinu samhljóðum samhljóðunum
Eignarfall samhljóðs samhljóðsins samhljóða samhljóðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

samhljóð (hvorugkyn); sterk beyging

[1] málfræði: Samhljóð nefnast einu nafni þau málhljóð sem eru mynduð á þann hátt að þrengt er að loftstraumnum út um talfærin eða þá að lokað er fyrir hann augnablik.
Andheiti
[1] sérhljóð
Yfirheiti
[1] málhljóð
Dæmi
[1] Þau málhljóð sem táknuð eru með bókstöfunum b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, þ í íslensku eru samhljóð.

Þýðingar

Tilvísun

Samhljóð er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „samhljóð