Fara í innihald

sérhljóð

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sérhljóð“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sérhljóð sérhljóðið sérhljóð sérhljóðin
Þolfall sérhljóð sérhljóðið sérhljóð sérhljóðin
Þágufall sérhljóði sérhljóðinu sérhljóðum sérhljóðunum
Eignarfall sérhljóðs sérhljóðsins sérhljóða sérhljóðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sérhljóð (hvorugkyn); sterk beyging

[1] málfræði: Sérhljóð nefnast þau málhljóð sem eru mynduð án þess að þrengt sé verulega að loftstraumnum út um talfærin eða lokað fyrir hann.
Andheiti
[1] samhljóð
Yfirheiti
[1] málhljóð
Undirheiti
[1] einhljóð, tvíhljóð
Dæmi
[1] Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð eftir því hvort hljóðgildið helst nokkurn veginn stöðugt gegnum allt málhljóðið (einhljóð) eða hvort það breytist „á miðri leið“ (tvíhljóð). Í íslensku eru talin átta einhljóð (oftast táknuð með bókstöfunum a, e, i, í, o, u, ú, ö) og auk þeirra a.m.k. fimm tvíhljóð (oftast táknuð með ei (ey), æ, au, á, ó).

Þýðingar

Tilvísun

Sérhljóð er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sérhljóð