refur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „refur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall refur refurinn refir/ refar refirnir/ refarnir
Þolfall ref refinn refi/ refa refina/ refana
Þágufall ref refnum refum refunum
Eignarfall refs refsins refa refanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

refur (karlkyn); sterk beyging

[1] dýr af hundaætt, karldýr
[2] myndrænn: maður sem er vís og brögðóttur
Samheiti
[1] lágfóta, melrakki, skolli
[1] karldýr: refur, steggur
[1] kvendýr: tófa, læða
[1] ungt afkvæmi: yrðlingur
[2] bragðarefur
Yfirheiti
[1] rándýr, spendýr
Undirheiti
[1] rauðrefur (Vulpes vulpes), bengalrefur (Vulpes bengalensis), tíbetskur refur (Vulpes ferrilata), blanfords-refur (Vulpes cana), rueppels-refur (Vulpes rueppelli), eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), heimskautarefur (Alopex lagopus), grárefur (Urocyon cinereoargenteus), eyjarefur (Urocyon littoralis)
Dæmi
[1] „Íslenski refurinn hefur mörg nöfn.“ (Íslensku landspendýrinWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Íslensku landspendýrin: Refurinn)

Þýðingar

Tilvísun

Refur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „refur