norn

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „norn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall norn nornin nornir nornirnar
Þolfall norn nornina nornir nornirnar
Þágufall norn norninni nornum nornunum
Eignarfall nornar nornarinnar norna nornanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

norn (kvenkyn); sterk beyging

[1] Nornir voru, í þjóðtrú margra landa, göldróttar konur. Göldróttir karlar kallast galdramenn. Á miðöldum byrjuðu Evrópubúar að líta á nornir (og galdramenn) sem ógn, og þá fóru af stað hinar svokölluðu nornaveiðar.
[2] Norn er germönsk tungumál ættað úr fornnorrænu sem talað var á Hjaltlandi og í Orkneyjum áður en lágskoska fór að taka þar yfir á 15. öld, málið var þó notað eitthvað fram á 18. öld en óvitað er nákvæmlega hvenær það dó út.
Afleiddar merkingar
[1] sænorn

Þýðingar

Tilvísun

Norn er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „norn