Fara í innihald

mjólk

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „mjólk“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall mjólk mjólkin
Þolfall mjólk mjólkina
Þágufall mjólk mjólkinni
Eignarfall mjólkur mjólkurinnar
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

mjólk (kvenkyn); sterk beyging

[1] Mjólk er hvítur, næringarríkur vökvi sem kvenkyns spendýr framleiða í mjólkurkirtlum sínum og gefa frá sér, oftast í gegnum spena sína til að fæða ungviðið, undantekning frá þessu eru nefdýr, sem hafa ekki spena, en þess í stað seytlar mjólkin út úr holum á kvið þeirra.
[2] safi plantna
Undirheiti
[1] brjóstamjólk, kaplamjólk, konumjólk, kúamjólk, súrmjólk
Afleiddar merkingar
[1] mjólkurafurð, mjólkurbrúsi, mjólkurbúð, mjólkurduft, mjólkurdæla, mjólkurfita, mjólkurtrog, mjólkurtönn
Dæmi
[1] „Af því að hvalir eru spendýr þá nærir kýrin kálf sinn á mjólk á fyrstu misserum kálfsins.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvernig fjölga hvalir sér?)
[1] mjólk er góð

Þýðingar

Tilvísun

Mjólk er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „mjólk
Íðorðabankinn371562