markaður

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „markaður“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall markaður markaðurinn markaðir markaðirnir
Þolfall markað markaðinn markaði markaðina
Þágufall markaði markaðinum/ markaðnum mörkuðum mörkuðunum
Eignarfall markaðar/ markaðs markaðarins markaðsins markaða markaðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

markaður (karlkyn); sterk beyging

[1] Markaður er vettvangur þar sem vöruskipti fara fram þó ekki sé endilega um eiginlegan stað að ræða.
Afleiddar merkingar
[1] ársmarkaður, bændamarkaður, götumarkaður, fjármálamarkaður, heimamarkaður, heimsmarkaður, hlutabréfamarkaður, kaupendamarkaður, peningamarkaður, seljendamarkaður, svartamarkaður, útimarkaður, verðbréfamarkaður, vinnumarkaður, vörumarkaður
Sjá einnig, samanber
kaupstaður
Dæmi
[1] Á markaði geta menn skoðað framboð og eftirspurn vöru, eigna og þjónustu.

Þýðingar

Tilvísun

Markaður er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „markaður