kjaftur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „kjaftur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall kjaftur kjafturinn kjaftar kjaftarnir
Þolfall kjaft kjaftinn kjafta kjaftana
Þágufall kjafti kjaftinum kjaftum kjaftunum
Eignarfall kjafts kjaftsins kjafta kjaftanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

kjaftur (karlkyn); sterk beyging

[1] munnur, gin ýmissa dýra.
[2] notað (oftast) í neikvæðri merkingu um mannsmunn; sbr. haltu kjafti
[3] munni á töng eða álíka verkfæri; sbr. tangarkjaftur
[4] op framan á skotvopnum; sbr. byssukjaftur
[5] einstaklingur eða fólk; sbr. þar var ekki neinn kjaftur
Samheiti
[1] skoltur
[2] trantur, þverrifa, túli
Undirheiti
kjaftvíður, kjaftstór, kjaftbiti, kjaftfullur, kjaftfylli, kjaftfor, kjaftæði, kjaftaskur, kjaftshögg, kjaftasaga, kjaftagangur
Orðtök, orðasambönd
borða allt sem að kjafti kemur
berjast með kjafti og klóm
brúka kjaft
gefa á kjaftinn
rífa kjaft
vera kjaftstopp
Málshættir
þar hæfir skel kjafti

Þýðingar

Tilvísun

Kjaftur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „kjaftur