Fara í innihald

kólibrífugl

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „kólibrífugl“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall kólibrífugl kólibrífuglinn kólibrífuglar kólibrífuglarnir
Þolfall kólibrífugl kólibrífuglinn kólibrífugla kólibrífuglana
Þágufall kólibrífugli kólibrífuglinum kólibrífuglum kólibrífuglunum
Eignarfall kólibrífugls kólibrífuglsins kólibrífugla kólibrífuglanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

kólibrífugl (karlkyn); sterk beyging

[1] Kólibrífuglar (fræðiheiti: Trochilidae) eru ætt lítilla þytfugla sem hafa þann hæfileika að geta haldið sér kyrrum í loftinu með því að blaka vængjunum ótt og títt. Þeir geta þannig haldið kyrru fyrir meðan þeir lepja blómasafa með langri og mjórri tungunni.
Orðsifjafræði
kólibrí- og fugl
Dæmi
[1] Kólibrífuglar eru einu fuglarnir sem geta flogið afturábak.

Þýðingar

Tilvísun

Kólibrífugl er grein sem finna má á Wikipediu.