hönd

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „hönd“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall hönd höndin hendur hendurnar
Þolfall hönd höndina hendur hendurnar
Þágufall hendi hendinni höndum höndunum
Eignarfall handar handarinnar handa handanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

hönd (kvenkyn); sterk beyging

[1] útlimur (líkamshluti), framan við úlnlið. Fjarhluti efri útlims, úlnliður, miðhönd og fingur.
[2] handleggur
Andheiti
[1] fótur
Orðtök, orðasambönd
[1] baða út höndunum
[1] borgun út í hönd, borga út í hönd
[1] leggja hönd á plóginn
[1] með tvær hendur tómar
[1] núa saman höndunum
[1] sitja auðum höndum
[1] taka einhvern höndum
[1] taka einhverjum tveim höndum
[1] taka til hendinni
[1] taka til höndunum
[1] takast eitthvað á hendur
[1] út í hönd
Dæmi
[1] «Haltu um höndina á mér, Dóra mín, þegar ég sef, - eða réttara sagt, þegar ég móka, - því að þetta er enginn svefn.» [...] «Eg skal gera þetta, Stína mín. Ég skal sitja hjá þér og halda um höndina á þér, þegar þú sefur.» (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Hækkandi stjarna, eftir Jón Trausta)

Þýðingar

Tilvísun
[1] Hönd er grein sem finna má á Wikipediu.
[1] Icelandic Online Dictionary and Readings „hönd
[1] ISLEX orðabókin „hönd“
[1] Íslensk nútímamálsorðabók „hönd“
[1] Beygingarlýsing íslensks nútímamáls „hönd
[1] Íðorðabankinnhönd