Fara í innihald

hraðbraut

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „hraðbraut“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall hraðbraut hraðbrautin hraðbrautir hraðbrautirnar
Þolfall hraðbraut hraðbrautina hraðbrautir hraðbrautirnar
Þágufall hraðbraut hraðbrautinni hraðbrautum hraðbrautunum
Eignarfall hraðbrautar hraðbrautarinnar hraðbrauta hraðbrautanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

hraðbraut (kvenkyn); sterk beyging

[1] Hraðbraut er þjóðvegur sem er hannaður fyrir öruggan hraðakstur vélknúinna ökutækja með því að fjarlægja öll samlæg gatnamót. Það eru því engin gatnamót á hraðbraut, aðeins aðreinar og afreinar. Hraðbrautir eru venjulega með að minnsta kosti tvær akreinar í báðar áttir og samfellt vegrið.
Orðsifjafræði
hrað- og braut
Dæmi
[1] „«Þetta er fyrsta brautin sem er opnuð tvöfölduð á Íslandi,» segir Steinþór og nefnir að þetta sé því fyrsta hraðbrautin á landinu þó hún verði það vonandi ekki í þeim skilningi.“ (Vísir.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísir.is: Fyrsta hraðbraut Íslands)

Þýðingar

Tilvísun

Hraðbraut er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „hraðbraut