Fara í innihald

gagnasafn

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „gagnasafn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall gagnasafn gagnasafnið gagnasöfn gagnasöfnin
Þolfall gagnasafn gagnasafnið gagnasöfn gagnasöfnin
Þágufall gagnasafni gagnasafninu gagnasöfnum gagnasöfnunum
Eignarfall gagnasafns gagnasafnsins gagnasafna gagnasafnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

gagnasafn (hvorugkyn); sterk beyging

[1] tölvufræði: Kerfisbundin safn gagna um tiltekið efni, sem inniheldur lýsingar á eiginleikum gagnanna og tengslum eða tengingum milli samsvarandi eininda þeirra.
[2] skjalasafn


Orðsifjafræði
gagna- og safn
Framburður
IPA: [ˈkaknaˌsapn]
Samheiti
[1] gagnabanki, gagnagrunnur
[2] skjalageymsla
Afleiddar merkingar
[1] búnaðargagnasafn, gagnasafnskerfi, gagnasafnsmál, gagnasafnsgjörvi, gagnasafnsleit, gagnasafnslykill, gagnasafnslýsing, gagnasafnstölva, gagnasafnsvörður, gagnasafnsþjónn, töflugagnasafn
Sjá einnig, samanber
gagnalýsingasafn, þjóðskjalasafn
Dæmi
[1] „Project Gutenberg er stafrænt gagnasafn sem byggist á því að gera gögn aðgengileg almenningi í einföldu formi.“ (WikipediaWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Wikipedia: Project Gutenberg - breytingaskrá)
[1] „Safnið heldur einnig utan um áskriftir ýmissa stofnana að stórum tilvísana- og gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.“ (WikipediaWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Wikipedia: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn - breytingaskrá)

Þýðingar

Tilvísun

Íðorðabankinn465618

Tölvuorðasafnið „gagnasafn“