Fara í innihald

fuglasöngur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fuglasöngur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fuglasöngur fuglasöngurinn fuglasöngvar fuglasöngvarnir
Þolfall fuglasöng fuglasönginn fuglasöngva fuglasöngvana
Þágufall fuglasöng fuglasöngnum fuglasöngvum fuglasöngvunum
Eignarfall fuglasöngs fuglasöngsins fuglasöngva fuglasöngvanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

fuglasöngur (karlkyn); sterk beyging

[1] Fuglasöngur er í dýratónfræði hljóð, venjulega hljómfagurt í eyrum manna sem margir fuglar af spörfuglaættbálknum gefa frá sér í þeim tilgangi að eiga samskipti við aðra fugla af sömu tegund.
Orðsifjafræði
fugla- og söngur
Yfirheiti
[1] söngur
Dæmi
[1] „Er fuglasöngur, brimhljóð og vélarhljóð tónlist?“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvað aðgreinir tónlist frá hávaða?)
[1] „Grasviðri og gróandi jörð; fuglasöngur og sumarsól, vorblíða og blómilmur vekur vonir og hug manna, starfsvilja og langanir til lífsins.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Ef guð lofar, eftir Þorgils gjallanda)

Þýðingar

Tilvísun

Fuglasöngur er grein sem finna má á Wikipediu.

Vísindavefurinn: „Af hverju syngja fuglar? >>>