spörfugl

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Jump to navigation Jump to search

ÍslenskaFallbeyging orðsins „spörfugl“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall spörfugl spörfuglinn spörfuglar spörfuglarnir
Þolfall spörfugl spörfuglinn spörfugla spörfuglana
Þágufall spörfugli spörfuglinum spörfuglum spörfuglunum
Eignarfall spörfugls spörfuglsins spörfugla spörfuglanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

spörfugl (karlkyn); sterk beyging

[1] í fleirtölu: Spörfuglar (fræðiheiti: Passeriformes) eru ættbálkur fugla sem inniheldur meira en helming allra fuglategunda heims, eða yfir 5.400 tegundir. Margir fuglar af þessum ættbálki eru góðir söngfuglar með flókið raddhylki. Ungarnir gapa eftir mat í hreiðrinu.
[2] spör


Yfirheiti
fugl
Dæmi
[1] Dæmi um spörfugla eru maríuerla, hrafn og stari.

Þýðingar

Tilvísun

Spörfugl er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „spörfugl