Fara í innihald

einfaldur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Allar aðrar lýsingarorðsbeygingar sjá einfaldur/lýsingarorðsbeyging
Eintala
Nefnifall Frumstig Miðstig Efsta stig
(karlkyn) einfaldur einfaldari einfaldastur
(kvenkyn) einföld einfaldari einföldust
(hvorugkyn) einfalt einfaldara einfaldast
Fleirtala
Nefnifall Frumstig Miðstig Efsta stig
(karlkyn) einfaldir einfaldari einfaldastir
(kvenkyn) einfaldar einfaldari einfaldastar
(hvorugkyn) einföld einfaldari einföldust

Lýsingarorð

einfaldur

[1] auðveldur, óbrotinn, vandalaus
[2] ekki tvöfaldur/samsettur
[3] barnalegur, grandalaus, heimskur
[4] fornt: dyggur, tryggur
Afleiddar merkingar
[1] einfaldlega
Sjá einnig, samanber
einfeldni
Dæmi
[1] „Sönnunin er fallega einföld: ef maður ímyndar sér að einhver segist búa yfir lista með öllum prímtölum, getur maður ætíð sannað að það skorti eina. Maður tekur nefnilega allar prímtölur listans, margfaldar þær saman og bætir 1 við.“ (Lifandi vísindiWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Lifandi vísindi: Örðugustu gátur stærðfræðinnar)
[1] „Sókrates var ekki jafn einfaldur maður og fyrsta ímyndin um hann ber vitni um.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?)
[2] „Einfaldur barskammtur (30 ml) af þessum tegundum (u.þ.b. 40% að rúmmáli) jafngildir um 9,5 g af hreinu etanóli.“ (Doktor.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Doktor.is: Etanól (alkóhól))
[3] „Um leið sýndi hann Sigríði líka, svo ótvírætt og skilmerkilega, að hann elskaði hana, að Sigríður hefði verið einfalt barn ef hún hefði ekki skilið hvað klukkan prestsins sló.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Gamalt og nýtt, eftir Þorgils gjallanda)
[4] „Úlfur Óspaksson var með Haraldi konungi í miklum kærleikum. Hann var hinn vitrasti maður, snjallur í máli, skörungur mikill, tryggur og einfaldur.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Haralds saga sigurðarsonar)

Þýðingar

Tilvísun

Icelandic Online Dictionary and Readings „einfaldur