Viðauki:Klukkan
Útlit
Athugið: Klukkan er í hvorugkyni, mínúta og klukkustund eru í kvenkyni og klukkutími er í karlkyni.
hvað er klukkan? | |||||||
Klukkutímar | Mínútur | Klukkustundir | Klukkan | ||||
1 | einn klukkutími | ein mínúta | ein klukkustund | klukkan er eitt | |||
2 | tveir klukkutímar | tvær mínútur | tvær klukkustundir | klukkan er tvö | |||
3 | þrír klukkutímar | þrjár mínútur | þrjár klukkustundir | klukkan er þrjú | |||
4 | fjórir klukkutímar | fjórar mínútur | fjórar klukkustundir | klukkan er fjögur | |||
5 | fimm klukkutímar | fimm mínútur | fimm klukkustundir | klukkan er fimm |
Dæmi:
[breyta]- Hvað er klukkan?
- Klukkan/hún er...
Klukkan er tólf. | |
Klukkan er korter yfir eitt. Klukkan er fimmtán mínútur yfir eitt. Klukkan er fimmtán mínútur gengin í tvö. | |
Klukkan er hálfþrjú. | |
Klukkan er korter í fjögur. Klukkan er fimmtán mínútur í fjögur. Klukkuna vantar korter í fjögur | |
Klukkan er fimm mínútur yfir fjögur. Klukkan er fimm mínútur gengin í fimm. | |
Klukkan er fimm mínútur í hálfsex. Klukkan er tuttugu og fimm mínútur yfir fimm. Klukkan er tuttugu og fimm mínútur gengin í sex. | |
Klukkan er tíu mínútur yfir hálfsjö. Klukkuna vantar tuttugu mínútur í sjö. Klukkan er tuttugu mínútur í sjö. | |
Klukkan er tíu mínútur í átta. Klukkuna vantar tíu mínútur í átta. | |
Klukkan er ein mínúta yfir níu. (Klukkan er rúmlega níu.) (Klukkan er farin að ganga tíu.) | |
Klukkan er tvær mínútur í fjögur. (Klukkan er tæplega fjögur.) | |
17:34 | Klukkan er sautján þrjátíu og fjögur. |
08:00—15:00 | Frá klukkan átta til fimmtán. |
07:00↔16:00 | Milli klukkan sjö og sextán. |