Viðauki:Færeyskt stafróf

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

<<< Til baka á efnisyfirlit

Færeyska stafrófið (føroyska stavraðið) er það stafróf sem notað er í nútíma færeysku. Í því eru 29 bókstafir:

A Á B D Ð E F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V Y Ý Æ Ø
a á b d ð e f g h i í j k l m n o ó p r s t u ú v y ý æ ø

Nokkur miðaldahandrit frá 14. öld hafa varðveist sem voru skrifuð á færeysku. Danska var hins vegar um aldaraðir eina ritmálið í Færeyjum. Það var ekki fyrr en Venceslaus Ulricus Hammershaimb (1819-1909) lagði fram tillögu um færeyskt nútímastafróf 1846 að færeyskan endurreis sem ritmál. Fyrsta færeyska tímaritið, Føringatiðindi, kom út 1890. Stafróf Hammershaimb var mjög sniðið eftir íslensku og íslenskum fornritum og lítið aðlagað nútíma færeysku og færeyskum framburði og hefur mjög verið gagnrýnt fyrir það.

Framburður[breyta]

bókstafur Færeyskt nafn framburður
A, a fyrra a [firra æa] /a, æ/
Á, á á [åa] /å/
B, b be [be:] /b/
D, d de [de:] /d/
Ð, ð edd [ædd] ingen
E, e e [e:] /e/
F, f eff [æff] /f/
G, g ge [ge:] /g/
H, h [håa] /h/
I, i fyrra i [firra i:] /i/
Í, í fyrra í [firra ui] /ui/
J, j jodd [jodd] /j/
K, k [kåa] /k/
L, l ell [æll] /l/
M, m emm [æmm] /m/
N, n enn [ænn] /n/
O, o o [o:] /o/
Ó, ó ó [ou] /ou/
P, p pe [pe:] /p/
R, r err [ærr] /r/
S, s ess [æss] /s/
T, t te [te:] /t/
U, u u [u:] /u/
Ú, ú ú [yu] /yu/
V, v ve [ve:] /v/
Y, y seinna i [saidna i:] /i/
Ý, ý seinna í [saidna ui] /ui/
Æ, æ seinna a [saidna æa] /a, æ/
Ø, ø ø [ø:] /ø/
tvíhljóð
ey - /ei/
ei - /ai/
oy - /oi/

Athuga ber að Ð er ekki til í upphafi orða og er yfirleitt ekki borið fram (og aldrei eins og ð á íslensku) en þar sem ð er fyrir framan r er það stundum borið fram sem [ɡ].

Tengt efni[breyta]



til baka  |