þríhyrningur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Fara í flakk Fara í leit

Íslenska


Fallbeyging orðsins „þríhyrningur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall þríhyrningur þríhyrningurinn þríhyrningar þríhyrningarnir
Þolfall þríhyrning þríhyrninginn þríhyrninga þríhyrningana
Þágufall þríhyrningi þríhyrningnum þríhyrningum þríhyrningunum
Eignarfall þríhyrnings þríhyrningsins þríhyrninga þríhyrninganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

þríhyrningur (karlkyn); sterk beyging

[1] stærðfræði: Þríhyrningur er tvívíð mynd í fleti, sem myndast af sérhverjum þremur punktum, sem ekki eru á beinni línu. Allir þríhyrningar hafa þrjá hornpunkta (þrjú horn, þaðan kemur íslenska nafnið og enska nafnið triangle) og þrjár hliðar.
Dæmi
[1] Í sérhverjum þríhyrningi liggur minnsta hliðin á móti minnsta horninu og stærsta hliðin á móti stærsta horninu.

Þýðingar

Tilvísun

Þríhyrningur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „þríhyrningur