skírnarnafn

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „skírnarnafn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall skírnarnafn skírnarnafnið skírnarnöfn skírnarnöfnin
Þolfall skírnarnafn skírnarnafnið skírnarnöfn skírnarnöfnin
Þágufall skírnarnafni skírnarnafninu skírnarnöfnum skírnarnöfnunum
Eignarfall skírnarnafns skírnarnafnsins skírnarnafna skírnarnafnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

skírnarnafn (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Skírnarnafn er eiginnafn gefið við skírn. Menn skrifa venjulega skírnarnafn (eða skírnarnöfn) og föðurnafn (og/eða ættarnafn) undir flesta samninga sem menn gera. Þegar nöfnum er raðað eftir stafrófsröð þá er Íslendingum raðað eftir skírnarnöfnum, en erlendum eftir ættarnöfnum.
Samheiti
[1] fornafn
Sjá einnig, samanber
föðurnafn, ættarnafn

Þýðingar

Tilvísun

Icelandic Online Dictionary and Readings „skírnarnafn