milta

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „milta“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall milta miltað miltu miltun
Þolfall milta miltað miltu miltun
Þágufall milta miltanu miltum miltunum
Eignarfall milta miltans miltna miltnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

milta (hvorugkyn); veik beyging

[1] líffærafræði: Miltað er líffæri úr eitilvef, hluti bæði vessa- og ónæmiskerfis, staðsett milli maga og þindar. Þéttur bandvefur myndar hylki þess. Miltað er forðabúr blóðs og hefur að geyma ýmis blóðkorn, s.s. rauðkorn, hvítfrumur og átfrumur. Ólíkt öðrum einingum vessakerfis síar milta ekki vessa. (fræðiheiti: lien)
Dæmi
[1] Miltað tæmist við blóðmissi fyrir tilstuðlan driftaugakerfis, til að viðhalda samvægi. Þá haldast eðlileg rúmmál og þrýstingur blóðs.

Þýðingar

Tilvísun

Milta er grein sem finna má á Wikipediu.
Vísindavefurinn: „Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess? >>>