kolvetni

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „kolvetni“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall kolvetni kolvetnið kolvetni kolvetnin
Þolfall kolvetni kolvetnið kolvetni kolvetnin
Þágufall kolvetni kolvetninu kolvetnum kolvetnunum
Eignarfall kolvetnis kolvetnisins kolvetna kolvetnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

kolvetni (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Kolvetni (stundum kallað vetniskol) er í efnafræðinni flokkur efnasambanda sem innihalda bara kolefni og vetni. Hlutföll kolefnis og vetnis í kolvetnum er ólíkt milli einstakra kolvetna.
[2] sykra
Samheiti
[1] vetniskol
[2] kolhýdrat, kolvatn, sykra
Dæmi
[1] Kolvetni finnast víða fyrir í náttúrunni. Þau finnast undir yfirborði jarðar sem olía eða jarðgas, þar sem olía eru kolvetni á fljótandi formi og jarðgas kolvetni sem gös.

Þýðingar

Tilvísun

Kolvetni er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „kolvetni

Íðorðabankinn325875
Íðorðabankinn325742