kastali

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „kastali“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall kastali kastalinn kastalar kastalarnir
Þolfall kastala kastalann kastala kastalana
Þágufall kastala kastalanum köstulum/ kastölum köstulunum/ kastölunum
Eignarfall kastala kastalans kastala kastalanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
Segovia kastali á Spáni.

Nafnorð

kastali (karlkyn); veik beyging

[1] Kastali er víggirt mannvirki sem gjarnan er torsótt vegna staðsetningar. Flestir kastalar á miðöldum voru heimili hefðarfólks og konungborinna og voru byggðir til að standast áhlaup óvina, ásamt því að vera mikilvægt stöðutákn.
Samheiti
[1] borg [2]

Þýðingar

Tilvísun

Kastali er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „kastali