kórallur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „kórallur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall kórallur kórallurinn kórallar kórallarnir
Þolfall kórall kórallinn kóralla kórallana
Þágufall kóralli kórallinum kóröllum kóröllunum
Eignarfall kóralls kórallsins kóralla kórallanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Kórall

Nafnorð

kórallur (karlkyn); sterk beyging

[1] Kórallar eru sjávardýr af flokki kóraldýra (fræðiheiti: Anthozoa) sem einnig inniheldur sæfjöður og aðrar tegundir holdýra. Kórallar mynda gjarnan stór sambýli og hópurinn inniheldur meðal annars steinkóralla sem byggja stærstu kóralrifin.
Orðsifjafræði
fornfranska coral, latína corallum
Samheiti
[1] kóral, kórall
Yfirheiti
[1] holdýr

Þýðingar

Tilvísun

Kórallur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „kórallur

Vísindavefurinn: „Hvernig verða kórallar til? >>>