engjamunablóm

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „engjamunablóm“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall engjamunablóm engjamunablómið engjamunablóm engjamunablómin
Þolfall engjamunablóm engjamunablómið engjamunablóm engjamunablómin
Þágufall engjamunablómi engjamunablóminu engjamunablómum engjamunablómunum
Eignarfall engjamunablóms engjamunablómsins engjamunablóma engjamunablómanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Engjamunablóm

Nafnorð

engjamunablóm (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Engjamunablóm (fræðiheiti: Myosotis scorpioides) er fjölært blóm af munablómaætt. Blóm þess eru heiðblá og 7 til 8 mm í þvermál. Það líkist gleym-mér-ei en þekkist á styttri aldinleggjum og stærri blómum. Þá er gleym-mér-ei eilítið hærðari.
Yfirheiti
munablóm

Þýðingar

Tilvísun

Engjamunablóm er grein sem finna má á Wikipediu.