vindlingur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „vindlingur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall vindlingur vindlingurinn vindlingar vindlingarnir
Þolfall vindling vindlinginn vindlinga vindlingana
Þágufall vindlingi vindlinginum vindlingum vindlingunum
Eignarfall vindlings vindlingsins vindlinga vindlinganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

vindlingur (karlkyn); sterk beyging

[1] Sígaretta eða vindlingur er skorið tóbak sem er vafið inn í pappír og reykt. Nú til dags er mjög algengt að sígarettur hafi síu í munnstykkinu. Sígarettur innihalda nikótín sem er ávanabindandi auk tjöru og fjölda annarra skaðlegra efna. Talið er að árlega megi rekja dauða fjölda fólks beint til sígarettureykinga.
Samheiti
[1] sígaretta
Sjá einnig, samanber
reyking

Þýðingar

Tilvísun

Vindlingur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „vindlingur