traustatak

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „traustatak“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall traustatak traustatakið
Þolfall traustatak traustatakið
Þágufall traustataki traustatakinu
Eignarfall traustataks traustataksins
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

traustatak (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Taka eitthvað án leyfis en í þeirri trú að eigandi hefði gefið það væri hann spurður og fylgir því ásetningur um að skila aftur því sem tekið var eða jafngildi þess. [1]
[2] Traust, öruggt tak.
Orðtök, orðasambönd
[1] taka eitthvað traustataki
Dæmi
[2]: „Hvernig væri nú að taka einn seðilinn og vera ekki að leita fyrir sér lengur? Það væri enginn þjófnaður, ekki annað en traustatak, sem eg borga eftir fáeina daga“, hugsaði hann. (internettilvitnun)

Þýðingar

Tilvísun

Icelandic Online Dictionary and Readings „traustatak

Heimildir: