tölvunarfræði

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „tölvunarfræði“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall tölvunarfræði tölvunarfræðin
Þolfall tölvunarfræði tölvunarfræðina
Þágufall tölvunarfræði tölvunarfræðinni
Eignarfall tölvunarfræði tölvunarfræðinnar
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

tölvunarfræði (kvenkyn); sterk beyging

[1] fræði: Í víðasta skilningi lýtur tölvunarfræði að rannsóknum á upplýsingavinnslu og reikningsaðferðum, bæði í hugbúnaði og vélbúnaði. Í reynd snýst tölvunarfræðin um fjölmörg viðfangsefni tengd tölvum, allt frá formlegri greiningu reiknirita og yfir í áþreifanlegri fyrirbæri eins og forritunarmál, hugbúnað og tölvuvélbúnað.
Samheiti
tölvufræði
Sjá einnig, samanber
tölva

Þýðingar

Tilvísun

Tölvunarfræði er grein sem finna má á Wikipediu.

Íðorðabankinn465173