stafur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „stafur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall stafur stafurinn stafir stafirnir
Þolfall staf stafinn stafi stafina
Þágufall staf stafnum stöfum stöfunum
Eignarfall stafs stafsins stafa stafanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

stafur (karlkyn); sterk beyging

[1] göngustafur
[2] bókstafur
[3] galdrastafur
[4] í augnlæknisfræði: taugafrumuferli sjónunnar
[5] dyrastafur
[6] grasafræði: heiti á stilknum sem ber uppi sveppahattinn
[7] tölvufræði: tölvustafur, stak í mengi ritstafa og stýristafa
Framburður
IPA: [ˈstaːvʏr]
Samheiti
[2] bókstafur
Andheiti
[4] keila
Undirheiti
[7] bilstafur, bókstafur, eyðustafur, formerkisstafur, hopstafur, lausnarstafur, línuskiptastafur, málstafur, myndstafur, ritstafur, sérstafur, sniðstafur, stýristafur, tölustafur, vendistafur
Sjá einnig, samanber
[2] stafróf, stafsetning
[4] sjóna (sjónhimna)
[7] stafakennsl, stafamengi, stafastrengur, stafgjafi, stafrænn
Dæmi
[1] „Sigurður gengur á lækinn og reynir fyrir sér með stafnum, og finnur hann, að þar er traust, sem hann gekk.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Maður og kona, eftir Jón Thoroddsen)
[2] „Þess má geta til gamans að alþjóðaorðið um stafróf, alfabet, er dregið af tveimur fyrstu stöfunum í gríska stafrófinu, alfa (a, A) og beta (b, B).“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?)
[4] „Augað er lagskipt kúla með skleru yst, svo æðaþekja og lithimnuþekja, því næst stafir og keilur og innst taugafrumur.“ (Læknablaðið.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Læknablaðið.is: Hrörnun í augnbotnum. 07 tbl 91. árg. 2005.)
[7] „Kvaðning er oft sett fram á táknrænan hátt sem einn stafur.“ (Tölvuorðasafn: „kvaðning“. Vefútgáfa 2013)

Þýðingar

Tilvísun

Stafur er grein sem finna má á Wikipediu.
Stafur (sveppur) er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „stafur
Íðorðabankinn323444
Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis „stafur

ISLEX orðabókin „stafur“
Tölvuorðasafnið „stafur“