sími

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sími“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sími síminn símar símarnir
Þolfall síma símann síma símana
Þágufall síma símanum símum símunum
Eignarfall síma símans síma símanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Símtæki úr bakelíti frá 1947.

Nafnorð

sími (karlkyn); veik beyging

[1] Sími á við raftæki, sem notað samtímis af tveimur eða fleiri mönnum til að tala saman. Orðið sími getur einnig átt við þjónustuaðilann sem veitir símþjónustu. Símtal í talsíma fer um símstöð, þegar sá sem hringt var í svarar símhringingu hins. Innanhússími er tæki notað til að tala við annan mann í sömu byggingu, en dyrasími er tæki í fjöleignahúsi, sem notað er til að tala við þann sem hringir dyrabjöllu.
[2] líffræði: Síminn er lengsti taugaþráðurinn sem gengur út úr bol frumu. Síminn og aðrir taugaþræðir flytja boð um líkamann.
Samheiti
[1] talsími
[2] taugasími
Undirheiti
[1] farsími
Afleiddar merkingar
[1] símanúmer, símaskrá

Þýðingar

Tilvísun

Sími er grein sem finna má á Wikipediu.
Sími (líffræði) er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sími

Íðorðabankinn476046